fbpx

Hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi (FVA) er laust til umsóknar starf kennara í tréiðngreinum á næstkomandi skólaári 2021-2022. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt, bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Kennsla áfanga í tréiðngreinum
  • Skapa hvetjandi námsumhverfi fyrir nemendur
  • Taka þátt í faglegu samstarfi og starfsþróun með stöðugar umbætur í skólastarfi að leiðarljósi

Hæfniskröfur

  • Iðnmeistararéttindi í húsasmíði
  • Leyfisbréf sem veitir rétt til að nota starfsheitið kennari sbr. lög nr. 95/2019
  • Nýleg og fjölbreytt reynsla af smíðum er mikilvæg
  • Jákvætt viðhorf og lipurð í samskiptum sem styður við notalegan skólabrag og gildi skólans
  • Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá og afrit af prófskírteinum, ásamt leyfisbréfi og kynningarbréfi. Tilgreina skal meðmælendur. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisáætlun FVA við ráðningar í störf við skólann.

Starfshlutfall er 100% og umsóknarfrestur er til og með 31.05.2021

Nánari upplýsingar veitir

Kristinn H Guðbrandsson – kristinng@fva.is – 863 3132
Steinunn Inga Óttarsdóttir – steinunn@fva.is – 855 5720

Smelltu hér til að sækja um starfið