fbpx

Í dag heldur kynsegin fólk kváradaginn hátíðlegan.

Karl – Kona – Kvár

Strákur – Stelpa – Stálp

Hann – Hún – Hán

Líkt og fyrsti dagur þorra er bóndadagur, og fyrsti dagur góu er konudagur, er fyrsti dagur einmánaðar kváradagur. Hann hefur nú verið haldinn í nokkur ár og er ný hefð á Íslandi. Hefðir eru síbreytilegar og þegar breytingar verða í samfélaginu kallar það oft á nýjar hefðir.

Kynsegin er hugtak sem nær yfir fólk sem skilgreinir kyn sitt utan tvíhyggju kynjakerfisins (og er því einnig trans). Sumt kynsegin fólk er t.d. karlkyns og kvenkyns, annað hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Kynsegin er regnhlífarhugtak undir trans.