fbpx

Eitt af þremur gildum FVA er jafnrétti. Launþegasamtök, kvennasamtök og mannréttindasamtök hafa á landsvísu hvatt til verkfalls á kvennafrídaginn 24. okt. nk til að berjast fyrir jafnrétti, þar á meðal Kennarasamband Íslands, Sameyki og VLFA sem eru fjölmennustu stéttarfélög starfsfólks í skólanum.  


Allar konur og kvár  í FVA eru hvattar til að leggja niður störf þennan dag og mæta á baráttufund. Skorað er á NFFA og Bríeti að hvetja til og skipuleggja þátttöku kven- og kvárnemenda í verkfallinu.

Karlar og strákar mæta eins og venjulega en þurfa að spjara sig án kvenna.

Hér eru svör af vef framtaksins við nokkrum spurningum sem gætu vaknað vegna þessa.