Föstudaginn 24. október nk hafa um 40 launþega-, kvenna- og mannréttindasamtök boðað til verkfalls meðal kvenna og kvára til að mótmæla kynbundnu misrétti, undirstrika mikilvægi framlags kvenna og kvára til samfélagsins alls, í launuðum og ólaunuðum störfum, ásamt því að krefjast aðgerða vegna faraldurs ofbeldis.

Ljóst er að töluverð röskun verður á starfsemi skólans þennan dag. Gera má ráð fyrir að stór hluti kennara leggi niður störf, mest konur og kvár sem fara í verkfall, en auk þess má gera ráð fyrir að karlkyns kennarar sem eru t.d. með ung börn þurfi frá að hverfa til að sinna þeim, enda verður starfsemi grunn- og leikskóla verulega skert þennan dag. Starfsemi mötuneytis liggur niðri og þrif verða minni en venjulega. Þá verður sáralítil starfsemi á skrifstofum og bókasafni skólans.

FVA styður að sjálfsögðu jafnt starfsfólk sem nemendur í að taka þátt í þessum baráttudegi. Sérstaklega bendum við á samstöðufundinn klukkan 15.00 á Arnarhóli. Hér má finna nánari upplýsingar um verkfallið: https://kvennafri.is/