Foreldrum og forráðamönnum nemenda er boðið á kynningarfund í sal FVA þann 4. september nk. kl. 16-17. Gengið er inn undir bogann sem snýr að Vogabraut og beint inn í sal.
Farið verður yfir það helsta sem brennur á í skólabyrjun. M.a. er kynning á húsnæði skólans, félagslífi og stoðteymi. Lögreglan kemur í heimsókn. Nægur tími gefst til umræðna og fyrirspurna.
Skólanámskrá FVA er að finna á vef skólans, hér. Hún er rammi utan um skólastarfið.
Heimavistarreglur eru hér
Skólasóknarreglur eru hér
Foreldrahandbók er hér
Öll velkomin!
Drónaskot: Jón Gautur, nemandi í FVA