Fimmtudaginn 9.9. kl 17-18 er foreldrum / forráðamönnum nýnema FVA boðið að koma á kynningarfund í sal skólans, Vogabraut 5. Gengið er inn um aðalinngang, undir bogann og beint af augum inn í sal. Grímuskylda er á fundinum.
Á dagskrá er m.a. námsbrautir og val fyrir næstu önn, skólareglur, félagslíf-, námsráðgjöf o.fl. auk þess sem almennum fyrirspurnum er svarað.
Fundurinn verður formlega boðaður í tölvupósti til skráðra forráðamanna í INNU.
Verið öll hjartanlega velkomin!