fbpx

Kennarar óskast til starfa við Fjölbrautaskóla Vesturlands á næstkomandi skólaári 2021-2022. Eftirtaldar stöður hafa þegar verið auglýstar á Starfatorgi, þar er að finna nánari upplýsingar og hægt að sækja um:

FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru tæplega 500 og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Námsframboð er fjölbreytt bæði í bók- og verknámi og starfsmannahópurinn er kraftmikill og metnaðarfullur. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag í samræmi við gildi skólans.