fbpx

Hjá FVA er laust til umsóknar starf heimavistarstjóra. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru um 500 talsins og starfsfólk skólans um 70. Við skólann er starfrækt heimavist með 30 tveggja manna herbergjum, eldhúsi, þvottahúsi og sameiginlegu rými. Leitað er að fjölhæfum starfsmanni sem á gott með að umgangast ungt fólk. Áskilið er að heimavistarstjóri búi í íbúð sem tilheyrir heimavistinni. Unnið er á vöktum. Starfið gæti hentað barnlausu fólki 25 ára og eldra, sem t.d. er í framhaldsnámi.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón með íbúum heimavistar
  • Eftirlit með húsakynnum
  • Þrif á sameiginlegum svæðum og minniháttar viðhald

Hæfniskröfur

  • Reynsla af faglegu starfi með ungu fólki
  • Menntun í uppeldisfræðum, félags- eða sálfræði er kostur
  • Mjög góð samskiptahæfni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Umsókn skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf auk afrits af prófskírteinum ef við á. Tilgreina skal meðmælendur. Ákvörðun um ráðningu byggir á innsendum gögnum og viðtölum. Öllum umsóknum verður svarað. Ráðið verður í stöðuna frá 1. ágúst 2021 og er reynslutími 3 mánuðir. Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 28.04.2021

Nánari upplýsingar veitir Steinunn Inga Óttarsdóttir – steinunn@fva.is – 855 5720