fbpx
Kristrún Bára, Björn Viktor og Sigrún Freyja /Mynd frá RUV.is

Í gærkvöldi tryggði lið FVA sér keppnisrétt í annarri umferð spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, með fræknum sigri á liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Lið FVA tók strax afgerandi forystu í viðureigninni. Eftir hraðaspurningar var staðan 16-7, FVA í vil, og að loknum bjölluspurningum voru úrslitin ljós, 24-17 fyrir FVA.

Lið FVA skipa þau Björn Viktor Viktorsson, Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Sigrún Freyja Hrannarsdóttir. Við fylgjumst áfram spennt með gangi mála í þessari hörkukeppni, en önnur umferð fer fram í næstu viku, dagana 17. og 19. janúar.