fbpx

Í gærkvöldi gerði lið FVA sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna með 28-9 sigri á liði FNV í útvarpssal. Þau Björn Viktor Viktorsson, Kristrún Bára Guðjónsdóttir og Sigrún Freyja Hrannarsdóttir skipa firnasterkt lið FVA í ár og óskum við þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

Þetta er í fimmta sinn í sögu Gettu betur sem FVA kemst í 8 liða úrslit, en besti árangur skólans náðist árið 2015 þegar liðið tók þátt í undanúrslitakeppninni.

Við sjáum Björn, Kristrúnu og Sigrúnu næst í sjónvarpssal, en útsendingar frá 8-liða úrslitum hefjast á RÚV þann 4. febrúar. Sjálf úrslitaviðureignin fer svo fram 18. mars.