fbpx

Á morgun hefst LÍFSHLAUPIÐ – landskeppni í hreyfingu. Nemendur taka þátt í framhaldsskólakeppni 3.-16. febrúar og starfsfólk tekur þátt í vinnustaðakeppni 3.-23. febrúar. Við hvetjum auðvitað ALLA til að skrá sig. Öll hreyfing telur í Lífshlaupinu, líka hreyfing innandyra, og það má skrá hreyfingu allt niður í 10 mínútur. Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að vera með í báðum átökum, Tene verkefninu (sem lýkur 15. febrúar) og Lífshlaupinu og skrá á báða staði. Það er ekki of seint að byrja núna í Tene verkefninu líka 😊

Það er meira að segja komið nýtt Lífshlaups-app – sem auðveldar alla skráningu hreyfingar í Lífshlaupið.

Hér er hægt að sækja appið í:
Android og IOS

Ooog – nú er hægt að lesa inn hreyfingu beint úr Strava í Lífshlaupið. Sem er ansi þægilegt fyrir þau sem eru á leiðinni til Tene og geta þá slegið tvær flugur í einu höggi.

Svona skráið þið ykkur til leiks:

Farið inn á síðuna www.lifshlaupid.is/innskraning og skráið ykkur inn (á gamla notendanafninu ykkar frá því í fyrra eða farið í nýskráningu).

NEMENDUR: Veljið „Ganga í lið“ og síðan „Framhaldsskóli“ – „Fjölbrautaskóli Vesturlands“ og liðið heitir „FVA – nemendur„.

STARFSFÓLK: Veljið „Ganga í lið“ og síðan „Vinnustaður“ (ath. ekki „Framhaldsskóli“!!) – „Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi“ og liðið heitir „FVA – starfsfólk„.

Þar með eruð þið komin í besta liðið sem ætlar auðvitað að rústa þessu 👌

Því fleiri sem taka þátt, þeim mun meiri líkur á sigri! En aðallega er þetta bara skemmtilegt hópefli, verum dugleg að peppa hvort annað upp í að vera með og hreyfa aðeins skankana. Börnum og unglingum er almennt ráðlagt að hreyfa sig a.m.k. 60 mín á dag og fullorðnum a.m.k. 30 mín á dag (hreyfingin þarf ekki að vera samfelld).