Í dag hefst LÍFSHLAUPIÐ alkunna, landskeppni í hreyfingu. Lífshlaupið er tvískipt keppni þar sem starfsmenn taka þátt í vinnustaðakeppni 2.-22. febrúar og nemendur taka þátt í framhaldsskólakeppni 2.-15. febrúar. Við hvetjum auðvitað ÖLL til að skrá sig, þátttakan er frábær leið til að gefa sér smá spark í rassinn og upp úr stólnum! Öll hreyfing telur, bæði utandyra og innandyra, og það má skrá hreyfingu allt niður í 10 mínútur.
Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að vera með í báðum átökum, Tene verkefninu (sem lýkur 14. febrúar) og Lífshlaupinu og skrá á báða staði. Það er ekki of seint að byrja núna í Tene verkefninu líka 😊
Til að taka þátt í Lífshlaupinu farið þið inn á síðuna www.lifshlaupid.is/innskraning og skráið ykkur inn (á gamla notendanafninu ykkar eða farið í nýskráningu).
NEMENDUR: Veljið svo „Ganga í lið“ og síðan „Framhaldsskóli“ – „Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi“ og liðið heitir „FVA – nemendur„.
STARFSFÓLK: Veljið „Ganga í lið“ og síðan „Vinnustaður“ (ath. ekki „Framhaldsskóli“!!) – „Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi“ og liðið heitir „FVA – starfsfólk„. 👌
Síðan skráirðu hreyfinguna inn á þínu svæði.
Lífshlaups-appið einfaldar skráningar á hreyfingu á meðan Lífshlaupið stendur yfir. Hér er hægt að sækja appið í: Android og IOS
Ooog – það er hægt að lesa inn hreyfingu beint úr Strava í Lífshlaupið. Sem er ansi þægilegt fyrir þau sem eru á leiðinni til Tene og geta þá slegið tvær flugur í einu höggi.