fbpx

Uppfært!

Nú er hafin vinna hjá skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar við þrengingu og nýja gangbraut á Vogabraut, þar sem gangbraut og stígur liggja. Umsvifin munu valda hávaða og rykmengun og tímabundinni truflun á umferð og á bílastæðum og fólk er vinsamlegast beðið um að nota hjáleiðir eða koma gangandi/á hjóli ef kostur er. Verklok eru 18. október. Ástæðan fyrir framkvæmdinni er að hraðatakmarkanir hafa ekki dugað til að hægja á umferð um götuna og stendur vegfarendum hætta af.