fbpx

Í haust hafa starfsbrautarnemendur í áfanganum Lýðheilsa fengið að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar í samstarfi við nokkur aðildarfélög ÍA.

Hópurinn hefur einnig notið þess að upplifa hina frábæru náttúru hér á Akranesi og í blíðskaparveðri í síðustu viku fóru þau í göngu um Garðalund, gerðu nokkrar æfingar á hreyfistöðvum og drukku að sjálfsögðu heitt súkkulaði áður en lagt var af stað í skólann aftur.

Á dögunum fór hópurinn líka í skemmtilega heimsókn á Smiðjuloftið þar sem Doddi þjálfari hjá Klifurfélagi ÍA tók á móti þeim. Að sjálfsögðu prófuðu allir línuklifur.

Við erum afar þakklát fyrir þetta góða samstarf við íþróttahreyfinguna á Akranesi, með þeirra aðkomu kemur ný vídd í lýðheilsukennslu fyrir okkar frábæra hóp.