Við minnum á lýðræðisfundinn okkar á morgun, fimmtudaginn 11. mars, þar sem starfsfólk FVA og allir nemendur dagskóla mæta kl. 10-12. Kennsla fellur niður frá kl 8-10 og eftir hádegi vegna árshátíðar NFFA.
Á fundinum verður rætt hvað betur mætti fara í skólastarfinu, hvar tækifæri liggja og hvað við erum ánægð með. Hóparnir skila niðurstöðum umræðna eftir fundinn til stjórnenda sem vinna með þær áfram. Allar raddir fá að heyrast!
Pylsur og gos á línuna!
Nemendur munu fá SMS með upplýsingum um í hvaða hóp þeir verða og í hvaða stofu.
Skyldumæting!