fbpx

Lýðræðisfundur nemenda verður haldinn í FVA á morgun, fimmtudaginn 9. mars kl 10-12. Þar færð ÞÚ tækifæri til að hafa áhrif og segja skoðun þína. Búið er að skipa hópstjóra sem stýra umræðum og taka niður minnispunkta sem fara inn í stefnumótunarvinnu skólans.

Við viljum að samskipti skapi góðan anda og að öllum líði sem best í skólanum. Á lýðræðisfundinum ætlum við að gera með okkur eins konar sáttmála um það. Þegar sáttmálinn liggur fyrir er það sameiginleg ábyrgð okkar allra að vinna að því að hann sé virtur. Unnið verður með sjö atriði sem teljast mikilvæg í samskiptum. 

Sjá í INNU, það er mætingarskylda frá kl 10-12, önnur kennsla fellur niður þennan dag.
 
Pylsur og gos í Gamla sal að fundi loknum í boði skólans!