fbpx

Unnið er að því að setja upp vatnsvélar á nokkrum stöðum í FVA til að bæta aðgengi að fersku vatni fyrir nemendur og starfsfólk. Sú stærsta er við aðalinnganginn, hinar eru auðfinnanlegar á báðum hæðum í D- álmu, á C gangi við Gamla sal og við innganginn í hús málmiðngreina.

Nú er lag að mæta með brúsa og fylla á fyrir daginn.

Vatn er besti svaladrykkurinn að mati landlæknis.

Mynd af Vísindavefnum