22 nemendur og þrír kennarar fór í árlega heimsókn til Norðuráls á dögunum.
Magnús Smári Snorrason tók á móti hópnum ásamt starfsmönnum af aðalverkstæði. Hópnum var kynnt starfsemi álversins, síðan var farið yfir öryggiatriði, enda mjög mikið lagt upp úr öryggi allra og að allir hjálpist að við að passa hvort annað. Eftir þá kynningu var farið i gönguferð um verkstæði, kerskála og steypuskála, þar sem nemendur fengu að sjá starfsemina.
Að þvi loknu var farið i matsal, boðið upp á pítsur undir meir fróðleik og kynningu á sumarstörfum.
Takk fyrir okkur Norðurál!


