fbpx

Á miðri önn meta kennarar í einstökum áföngum nemendur á grundvelli þess hve vel þeir hafa sinnt námi sínu og hvernig þeir standa á miðri önn gagnvart lokamati í áfanganum. Matið er hugsað sem umsögn um ástundun (virkni í tímum, heimavinnu, verkefnaskil, einkunnir á skyndiprófum, mætingu o.þ.h.) en ekki einkunn og á þannig að vera hvatning til nemandans um að halda áfram á réttri braut eða áminning um að taka sig á.

Föstudaginn 14. október er ekki hefðbundin kennsla í skólanum, kennarar sinna miðannarmati og kalla nemendur í viðtal eftir þörfum.

Miðannarmat er gefið í INNU, upplýsingakerfi framhaldsskólanna. Einkunnaskali fyrir miðannarmat er (ath. ekki réttir kvarðar í Skruddu!):

AAfar góð staða í áfanganum. Efnemandinn heldur svona áfram getur hann náð mjög góðum árangri í áfanganum.

G=Góð staða í áfanganum. Ef nemandinn heldur svona áfram getur hann náð nokkuð góðum árangri í áfanganum en gæti gert betur.

S=Sæmileg staða í áfanganum. Nemandinn þarf að bæta sig til þess að ná viðunandi árangri í áfanganum.

ÓÓviðunandi staða í áfanganum og skýringu þegar það á við. Nemandinn þarf að bæta sig verulega til þess að eiga möguleika á að ná áfanganum.

Miðannarmatið er hvatning til þeirra nemenda sem fá S og Ó til að ganga af kappi í það að læra og leita aðstoðar hjá kennara eða náms- og starfsráðgjafa. Þeir sem fá G eru hvattir til að slá ekki slöku við og helst að bæta árangurinn enn frekar. Þeir sem fá A eru hvattir til að halda áfram á sömu braut og gefa hvergi eftir.