Ótrúlegt er satt þá er önnin nú að verða hálfnuð. Samkvæmt skóladagatali er föstudagurinn 25. febrúar námsmatsdagur í FVA. Þann dag er ekki almenn kennsla en kennarar geta kallað nemendur til sín í próf eða önnur verkefni ef þörf krefur. Þessi dagur er síðasta tækifæri til að komast um borð og vinna upp liðinn skilafrest, standi það til boða. Boði kennari nemanda í kennslustund er skyldumæting.
Síðdegis á föstudag verður miðannarmat birt í Innu ásamt stuttri umsögn eða skýringu sem varpar ljósi á námsstöðuna. Miðannarmat er birt með bókstöfum:
A = Afar góð staða í áfanga
G = Góð staða í áfanga
S = Sæmileg staða í áfanga
Ó = Óviðunandi staða í áfanga