Um miðja önn gefa kennarar nemendum vísbendingu um stöðu þeirra í áföngum í INNU með bókstöfum og umsögn.
A = Afar góð staða í áfanganum.
G = Góð staða í áfanganum.
S = Sæmileg staða í áfanganum.
Ó = Óviðunandi staða í áfanganum og skýringu þegar það á við.
Til að sjá matið í INNU er valið Námið og þar undir Einkunnir.
Forráðamenn eru hvattir til að skoða miðannarmatið vel. Nemendur eru hvattir til að taka til sín hrós og hvatningu og alla tilsögn um það sem betur má fara í náminu.
