fbpx

Föstudagurinn 24. febrúar er námsmatsdagur í FVA. Þann dag eru nemendur kallaðir til kennara eftir þörfum til að vinna verkefni eða taka próf. Á sama tíma ganga kennarar frá miðannarmati, sem er lýsing á stöðu nemandans í hverjum áfanga fyrir sig. Foreldrar og forráðamenn nemenda yngri en 18 ára geta skoðað miðannarmatið í INNfrá U kl. 16 á föstudaginn.

Auk stuttrar umsagnar eru gefnar eftirtaldar einkunnir í miðannarmati:

A = Afar góð staða í áfanganum. 

G = Góð staða í áfanganum. 

S = Sæmileg staða í áfanganum. 

Ó = Óviðunandi staða í áfanganum og skýringu þegar það á við. 

Í orðahjartanu sést hvað nemendum fannst um FVA 2020