Námsáætlanir og val
NEMENDUR
STARFSMENN
ÁFANGAR Í BOÐI
Hvað viltu læra á næstu önn?
Um miðbik hverrar annar þurfa nemendur að velja áfanga fyrir næstu önn. Með vali sínu staðfesta nemendur að þeir ætli að stunda nám við skólann á næstu önn.
Opnað verður fyrir val áfanga á haustönn 2025 þann 3. mars og lýkur vali þann 14. mars.
Námsframboð á haustönn 2025 verður kynnt í skólanum (nánar síðar).
Valið fer fram í Innu, þau sem vilja aðstoð við að skrá eða breyta vali geta haft samband við áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjöf. Nemendur fædd árið 2008 fá aðstoð við valið í lífsleiknitíma.
Nemendur sem vilja skipta um braut geta sótt um brautaskipti í INNU.
Nemendur sem stefna á útskrift í desember 2025 eiga að láta vita á skrifstofu skólans.
Á valtímabili er hægt að fylgjast með áfangakynningum hér og á Instagram.
- Listi yfir alla áfanga í boði á haustönn 2025 má finna hér.
- Skoðaðu leiðbeiningar fyrir val á þinni braut hér fyrir neðan.
- LEIÐBEININGAR SÍMI
- LEIÐBEININGAR TÖLVA
VAL haust 2025 - Bóknámsbrautir
Allir nemendur fæddir árið 2007 og 2008 eiga að velja íþróttir eða afreksíþróttasvið.
Valáfangar í bóklegum og/eða skapandi greinum: Allir áfangar nema íþróttir, leiklist og verklegir áfangar.
Valáfangar í raungreinum, stærðfræði og tölvugreinum á Náttúruvísindabraut:
EÐLI3EF05 | Eðlisfræði |
EFNA3LR05 | Lífræn efnafræði |
LÍFF2ÖR05 | Líffræði – örveirufræði |
LÍFF3RI05 | Líffræði – ritgerðaráfangi |
LÍOL2IL05 | Líffæra- og lífeðlisfræði |
NÆRI2NH05 | Næringarfræði |
STÆR3ÁT05 | Stærðfræði – ályktunartölfræði |
STÆR3SS05 | Stærðfræði – strjál |
LAND2HA05 | Landafræði |
Valáfangar í samfélagsgreinum á Félagsvísindabraut:
BÓKF2BÓ05 | Bókfærsla – framhald |
FÉLA2AB05 | Félagsfræði – afbrotafræði |
HEIM2IN05 | Heimspeki |
KYNH2KF05 | Kynheilbrigði |
LÖGF2VL05 | Viðskiptalögfræði |
SAGA3ST05 | Saga – samtímasaga |
SÁLF2JS05 | Jákvæð sálfræði |
SÁLF3GH05 | Sálfræði – afbrigðasálfræði |
UPPE3BV05 | Uppeldisfræði – barnavernd |
Áfangar á Opinni stúdentsbraut, íþrótta og heilsusviði:
AFÍÞ1AB05, AFÍÞ2BB05, AFÍÞCB03 | Afreksíþróttasvið |
ÍÞRF2SM05 | Íþróttafræði – sálfræði og markmið |
LÍFF2GR05 | Líffræði |
LÍFV1GN05 | Líffræði |
LÍIOL2IL05 | Líffæra- og lífeðlisfræði |
NÆRI2NH05 | Næringarfræði |
SÁLF2IS05 | Sálfræði |
SKYN2EÁ01 | Skyndihjálp |
UPPE2UM05 | Uppeldisfræði |
UPPE3BV05 | Uppeldisfræði – barnavernd |
Áfangar á Opinni stúdentsbraut, lista- og nýsköpunarsviði:
LEIK2FL05 | Leiklist |
MARG2MH05 | Margmiðlun |
MYNL2FM05 | Myndlist |
NÝSK3FR05 | Nýsköpun og FabLab |
Áfangar á Opinni stúdentsbraut, viðskipta og hagfræðisviði:
BÓKF2BÓ05 | Bókfærsla |
LÖGF2VL05 | Viðskiptalögfræði |
STÆR2KV05, STÆR3FA05, STÆR3ÁT05, STÆR3DI05 STÆR3SS05 |
Stærðfræði |
STÆR2KV05 | Stærðfræði |
STÆR3FA05 | Stærðfræði |
Áfangar á Opinni stúdentsbraut, alþjóðasviði:
DANS3KV05 | Danskar kvikmyndir |
ÍSLE3ÁS05, ÍSLE3BF05, ÍSLE3BS05 |
Íslenska |
SAGA2UN05 SAGA3ST05 |
Saga |
Almennar leiðbeiningar fyrir val á iðnbrautum
Auk áfanga sem hér eru taldir velja nemendur stærðfræði, íslensku, dönsku, ensku, lífsleikni og íþróttir. Fjöldi áfanga og hvaða áfangar nemandi tekur fer eftir námshraða hvers og eins.
Nemendur á iðnbrautum þurfa að fylgja því skipulagi sem hér er lýst ef þeir ætla að ljúka brautinni á jafnmörgum önnum og miðað er við í námskrá.
Stúdentspróf eftir iðnnám
Öllum sem ljúka iðnnámi gefst kostur á viðbótarnámi til stúdentsprófs. Lýsingu á viðbótarnáminu má finna hér:
Nemendur sem ætla að ljúka iðnnámi og stúdentsprófi á 8 til 9 önnum þurfa að skipuleggja nám sitt a.m.k. frá þriðju önn með það fyrir augum að komast áleiðis í bóklegum greinum (eins og íslensku, ensku og stærðfræði) samhliða iðnnáminu. Best er að vinna þetta skipulag í samráði við námsráðgjafa eða áfangastjóra.
Kynntu þér áfangana hér!



































