Húsasmíðabraut
Nám á Húsasmíðabraut (HÚS) er 243 eininga lögverndað iðnnám sem lýkur með burtfararprófi á 3. þrepi. Inntökuskilyrði á brautina er að hafa lokið grunnskóla með lágmarks-hæfnieinkunn C í íslensku og stærðfræði eða að hafa lokið 1. þreps áföngum í þessum greinum. Námið skiptist annars vegar í bóklegt og verklegt nám í skóla og hins starfsþjálfun út í atvinnulífinu.
Að loknu námi og starfsþjálfun útskrifast nemandi með prófskírteini sem vottar að hann hafi lokið námi með fullnægjandi árangri og getur nemandi þá sótt um að taka sveinspróf sem leiðir til útgáfu sveinsbréfs. Námstími er 2,5 ár í skóla aðv iðbættri starfsþjálfun skv. ferilbók.
Námið er bæði bóklegt og verklegt í bekkjasal, vélasal og utan dyra. Öryggiskröfur í náminu eru þær að það er bannað að vera í innskóm í verklegum greinum í bekksal og vélasal og á þriðju önn þurfa nemendur að vera í skóm með stáltá og með öryggishjálm. Skólinn útvegar öryggishjálminn en nemendur þurfa sjálf að útvega skóna.
Áfangar á Húsasmíðabraut (240 ein):
Almennar bóklegar greinar | |||
---|---|---|---|
Danska* | DANS2BF05 | ||
Enska | ENSK2EV05 | ||
Íslenska | ÍSLE2RL05 | ||
Íþróttir | 6 einingar | ||
Lífsleikni | LÍFS1ÉG02 | LÍFS1ES02 | |
Skyndihjálp | SKYN2EÁ01 | ||
Stærðfræði | STÆR2ML05 / STÆR2ÞR05 | ||
Sérgreinar | |||
Áætlanir og gæðastjórnun | ÁÆST3SA05 | ||
Byggingatækni | BYGG2ST05 | ||
Efnisfræði | EFRÆ1EF05 | ||
Framkvæmdir og vinnuvernd | FRVV1FB05 | ||
Gluggar og útihurðir | GLUH2GH08 | ||
Grunnteikning | GRUN1AU05 | GRUN1FY05 | |
Húsasmíði | HÚSA3HU09 | HÚSA3ÞÚ09 | |
Húsaviðgerðir og breytingar | HÚSV3HU05 | ||
Inniklæðningar | INNK2HH05 | ||
Innréttingar | INRE2HH08 | ||
Lokaverkefni | LOKA3HU08 | ||
Teikning | TEIK2HS05 | TEIK2HH05 | TEIK3HU05 |
Trésmíði | TRÉS1VÁ05 | TRÉS1HV08 | TRÉS1VT08 |
Tréstigar | TRST3HH05 | ||
Starfsþjálfun | STAÞ2HU30 | STAÞ2HU30 | STAÞ3HU30 |
* Í stað dönsku má taka norsku eða sænsku.