Námsmatsdagar eru 4. og 5. mars. Þá daga er ekki hefðbundin kennsla en kennarar geta boðað nemendur til sín í tíma samkvæmt stundaskrá. Einhverjir nemendur munu taka hlutapróf, vinna verkefni eða fara í viðtöl við kennara. Þetta er mismunandi eftir áföngum og munu kennarar sjá um að tilkynna nemendum um fyrirkomulag hvers áfanga.
Nemendur þurfa að fylgjast með á INNU hvaða fyrirkomulag er í hverjum áfanga.
Miðannarmat verður sýnilegt á INNU í lok dags 5 .mars en það gefur vísbendingu um stöðu nemenda í hverjum áfanga með bókstöfunum:
A=Afar góð ástundun
G=Góð ástundun
S=Sæmileg ástundun
Ó=Óviðunandi ástundun