fbpx

Undanfarin ár hefur Akraneskaupstaður veitt einum til tveimur útskriftarnemum námsstyrk. Allir útskriftanemar geta sótt um, en styrkurinn fer til nema sem hafa sýnt afburða námsárangur, góða ástundun eða annað sem vekur eftirtekt. Geta nemendur sem útskrifuðust í desember 2021 og í maí 2022 sótt um.

Umsókn þarf að skila í síðasta lagi í lok dags 16. maí 2022.

Heba Bjarg Einarsdóttir og Hlöðver Már Pétursson hlutu námsstyrk frá Akraneskaupstað vorið 2021