fbpx

Þessa dagana er haldið barnaþing hjá Akraneskaupstað sem er vettvangur fyrir börn og ungmenni á svæðinu til að koma saman og ræða málefni sem á þeim brenna. Þar fær unga fólkið tækifæri til að tjá skoðanir og viðhorf til sveitarfélagsins og þeirrar þjónustu sem það veitir. Alls eru 23 nemendur FVA fulltrúar á þinginu 7.-9. nóvember sem þátttakendur, umræðustjórar og ritarar.

Barnaþingið er hluti af verkefninu Barnvænt sveitarfélag sem Akraneskaupstaður vinnur í samstarfi við Unicef á Íslandi. Pælt verður í mörgu, m.a. skólamálum, forvörnum og nánasta umhverfi okkar.

Closeup man hands using computer laptop for online learning, online business, chatting, social media.