Hópur nemenda FVA er kominn heilu og höldnu heim eftir ævintýri í Berlín 9.-13. október. Ferðin er hluti af áfanganum EVRÓ2BE05 Berlín – saga og menning. Glímt var við ýmis verkefni sem efldu þýskukunnáttuna auk þess sem helstu merkisstaðir voru skoðaðir. Frábær ferð sem lifir lengi í minningunni.
Flottur hópur nemenda með frábærri umsjón og leiðsögn Angelu þýskukennara og Guðrúnar náms- og starfsráðgjafa.