fbpx

Hópur nemenda er þessa dagana í Berlín en ferðalag þangað er hluti af valáfanga í þýsku í FVA. Búið er að fara í nokkra könnunarleiðangra í borginni enda margir merkir staðir í nágrenni við gistiheimilið þar sem hópurinn dvelur. S.s. East-Side Gallery, þinghúsið, Brandenburger Tor, Holocaust Mahnmal, Múrinn og svo hraðasta lyfta í Evrópu á Potsdamer Platz þar sem er útsýni yfir Berlin í 100 m hæð. Flottur hópur nemenda með frábærri umsjón og leiðsögn Kristínar Louise þýskukennara og Guðrúnar náms- og starfsráðgjafa.