Allir nemendur á bóknámsbrautum FVA klára áfangann LOVE3ST05 sem er lokaverkefni sem nemendur móta sjálfir, en efnistök eru háð samþykki leiðbeinanda. Þeir geta valið viðvangsefni og tvinnað saman efni úr ólíkum námsgreinum eða leitað fanga út fyrir hefðbundið námsframboð. Gert er ráð fyrir að nemendur leggi áherslu á eitthvert sérsvið tengt viðkomandi námsbraut sem lið í undirbúningi fyrir háskólanám eða þátttöku á vinnumarkaði. Áhersla er á sjálfstæð vinnubrögð, einstaklingsmiðað og verkefnadrifið nám.
Í lok annar kynna nemendur verkefnin sín í litlum hópum og á meðfylgjandi myndum má sjá dæmi um kynningar og verkefni sem fram fóru í dag.














