fbpx

Núvitundarþjálfun með Steinunni Evu í hádeginu í dag og alla fimmtudaga!

Tímarnir verða í stofu D-103, hefjast kl. 12:30 og eru opnir öllum áhugasömum innan FVA, starfsfólki og nemendum.

Núvitund (e. mindfulness), eða gjörhygli, snýst um að æfa sig í að vera til staðar „hér og nú“ og að róa hugann. Núvitundarþjálfun bætir líðan og heilsufar og dregur úr streitu, kvíða og depurð. Það er semsagt til mikils að vinna – frá streitu til aukins jafnvægis. Hver vill það ekki? Sakar ekki að prófa allavega 🙌