fbpx

Í upphafi árs 2020 var samþykkt ný og metnaðarfull jafnréttisáætlun hjá Fjölbrautaskóla Vesturlands og gildir hún frá 5. febrúar 2020 til 5. febrúar 2023. Nú hefur litið dagsins ljós skýrsla um stöðu jafnréttisáætlunar vegna ársins 2020 og þar birtist staða aðgerða jafnréttisáætlunar gagnvart markmiðum og niðurstöður jafnréttisvísa miðað við 31.12.2020. Gæðastjóri hefur haldið utan um tölfræðina og upplýst skólameistara, fulltrúa í jafnréttisráði og jafnréttisfulltrúa um niðurstöðu samantektarinnar. Jafnréttisfulltrúi mun kynna starfsfólki niðurstöður í maí 2021.

Á grundvelli niðurstaðna sem birtast í skýrslu jafnréttisáætlunar vegna ársins 2020 hafa jafnréttisfulltrúi, jafnréttisráð og skólastjórnendur ályktað að jafnréttisbaráttan sé engan veginn á enda þó góð skref hafi verið stigin í rétta átt. Jafnréttisáætlun skólans er fylgt þó víða þurfi að gera betur í jafnréttismálum; Jafnréttisráð er meðvitað um að eitt er að hafa markmið í áætlun sem er gott og gilt en annað er að fylgja henni eftir og ná raunverulegum árangri í jafnréttismálum: Það er framtíðarverkefni!