fbpx

Aðalfundur NFFA, nemendafélags FVA, fór fram þann 27. apríl  og  í kjölfarið var kosið til nýrrar stjórnar. Nýkjörin stjórn hefur komið saman og skipt með sér verkum: nýr forseti er Friðmey Ásgrímsdóttir, Helgi Rúnar Bjarnason er varaforseti og ritari, Róbert Máni Gunnarsson er gjaldkeri, Jóel Þór Jóhannesson er markaðsstjóri og Sigurður Andri Óskarsson er skemmtanastjóri. Fulltrúi nýnema verður kjörinn á nýnemadegi í ágúst. Nýrri stjórn er óskað til hamingju með kjörið og velfarnaðar í störfum sínum. Fráfarandi stjórn er þakkað kærlega fyrir vel unnin störf að félagsmálum.

Helgi Rafn, fráfarandi forseti NFFA, afhendir nýjum forseta, Friðmey Ásgrímsdóttur, lyklavöldin.
Ný stjórn NFFA skólaárið 2022-2023!
F.v. Friðmey, Jóel, Sigurður Andri og Róbert Máni. Á myndina vantar Helga Rúnar.