fbpx

Nýjar hleðslustöðvar fyrir rafbíla hafa nú verið teknar í notkun við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Stöðvarnar eru tilbúnar svo nú geta rafbílaeigendur hlaðið bílinn á meðan heilasellurnar fá sína hleðslu inni í skólastofu!

Til að fá aðgang að hleðslustöðvunum þarf að sækja um aðgang hjá Ísorku og fá hleðslulykil sendan heim. Frítt er að sækja um aðgang og virkar hleðslulykillinn á öllum hleðslustöðvum Ísorku, greitt samkvæmt gjaldskrá. Sótt er um aðganginn á www.isorka.is eða í Ísorkuappinu. Nánari leiðbeiningar er að finna hér.