Nýnemadagurinn heppnaðist einstaklega vel en nemendur á fyrsta ári mættu fullir af tilhlökkun í salinn í morgun. Skólameistari bauð öllum viðstöddum velkomin í skólann og haldnar voru nokkrar kynningar, m.a. á nemendafélaginu, Hvíta húsinu og stoðteymi FVA. Lífsleiknikennarar störtuðu svo ratleik um allan skólann þar sem til mikils var að vinna – miða á busaballið! Boðið var upp á hamborgara í hádeginu og vonandi fóru allir saddir og sælir heim.
Hjartanlega velkomin í FVA! Við hlökkum til vetrarins með ykkur 🙂
Fulltrúar NFFA kynntu nemendafélagið.