Föstudaginn 25. ágúst stendur NFFA fyrir nýnemaferð eins og venja er í upphafi skólaárs. Nokkrir kennarar fara með auk stjórnar NFFA. Farið er með langferðabifreið út fyrir bæjarmörkin og ýmislegt gert sér til gamans.
Nýnemar mæta kl 8.30 í Salnum og áætluð heimkoma er um kl 14.