Nýnemaferð FVA var fyrirhuguð á fimmtudaginn. En þar sem veðurspá fyrir fimmtudaginn er leiðinleg ætlum við að snúa snarlega við blaðinu og færa nýnemadaginn yfir á morgundaginn, þriðjudag!
Við vonum að það komi sér ekki illa fyrir neinn að fyrirvari er skammur en stundum þarf að bregðast hratt við og haga seglum eftir vindi.
Það fellur þá niður kennsla hjá nýnemum á morgun en verður full kennsla á fimmtudaginn. Nýnemaballið er á samat tíma og auglýst hefur verið, á fimmtudagskvöldið, ath það er ekkert kennslufall á föstudaginn.