Á föstudaginn kl 14 er móttaka nýrra íbúa á heimavist og forráðamanna þeirra í Salnum. Gengið er inn frá Vogabraut, undir bogann og beint inn í salinn.
Farið verður yfir mikilvægar upplýsingar, helstu heimavistarreglur, fyrirspurnum svarað og herbergislyklar afhentir.
Aðrir sem hafa fengið pláss á heimavist og greitt skólagjöld mega koma á sunnudag og gefa sig þá fram við Aron Stein, vistarstjóra, s. 692 8262.
