fbpx

Fimmtudaginn, 17. ágúst, er nýnemadagur kl 10-12, öll sem luku 10. bekk í vor mæta þá í salinn! Gengið er inn aðaldyramegin (frá Vogabraut), undir bogann og beint af augum inn í Sal. Það er stutt kynningardagskrá og við fáum okkur léttan hádegisverð saman.

Sama dag kl 17 er kynningarfundur fyrir nýja vistarbúa (eldri velkomnir) og forráðamenn þeirra í Salnum. Í millitíðinni er hægt að koma sér fyrir á vistinni. Aron Steinn, vistarstjóri, er á staðnum.

Heimavistin verður opnuð um hádegisbil á morgun fimmtudaginn 17. ágúst. Hún verður lokuð eftirfarandi helgar á haustönninni: 2. til 3. september; 16. til 17. september; 30. september til 1. október; 14. til 17. október (miðannarfrí); 28. til 29. október; 11. til 12. nóvember og 25. til 26.október. Heimavistin lokar kl. 17 daginn fyrir þessar lokunardaga og opnar aftur kl. 17 á síðasta degi lokunar. Heimavistin lokar vegna jólafrís eigi síðar en 19. desember.