fbpx

Í dag var undirritaður stofnanasamningur FVA við Verkalýðsfélag Akraness.  Í samningnum eru starfslýsingar, ístarfaflokkar eru tilgreindir og raðað í nýja launaflokka skv. gildandi launatöflu með tilliti til grunnröðunar, vörpunar og annarra þátta. Samningurinn nær til sex starfsmanna skólans, þ.e. við ræstingu, störf í mötuneyti og aðstoð á starfsbraut. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2021 og verður endurskoðaður eftir tvö ár.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Steinunn Inga Óttarsdóttir, skólameistari, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, kampakát með samninginn.