Gleðilegt nýtt ár frábæra starfsfólk og dásamlegu nemendur!
Föstudaginn 3. janúar er fundur með starfsfólki skólans. Hefst með morgunhressingu kl 8.30 en fundurinn byrjar stundvíslega kl 9 með léttri morgunleikfimi. Dagskrá stendur til kl 12 en þá er hádegisverður í boði skólans. Eftir hádegi er undirbúningstími og deildar-/teymisfundir.
Kennsla hefst skv . stundaskrá mánudaginn 6. janúar. Opnað er fyrir stundatöflur nemenda kl 16 föstudaginn 3. janúar.