fbpx

Skrifstofa FVA er nú opin að loknu sumarleyfi og velkomið að hringja eða senda fyrirspurnir á stjórnendur. Undirbúningur fyrir haustönn er hafinn og í mörg horn að líta. Stundatöflugerð er í gangi og framkvæmdir standa yfir á húsnæði heimavistar og einnig í skólahúsnæðinu. Fyrsti kennsludagur er 18. ágúst skv. stundaskrá. Við hlökkum til að sjá ykkur!