fbpx

Innritun á starfsbraut er nú hafin og stendur yfir til 28. febrúar. Sótt er um á menntagatt.is.

Starfsbraut (ST4) er ætluð nemendum sem hafa notið verulegrar sérkennslu í grunnskóla, verið í sérdeild og/eða verið kennt skv. einstaklingsnámskrá í grunnskóla. Nám á starfsbraut er fjögur ár og er á 1. þrepi. Námið er bæði bóklegt og verklegt og miðast við stöðu hvers og eins.

Nánari upplýsingar um starfsbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands er að finna hér.