Mánudaginn 25. apríl verður opið hús í FVA milli kl. 17 og 19. Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötuneyti, félagslífi, afreksíþróttum og fleira. Kennarar, nemendur og náms- og starfsráðgjafar verða á staðnum.
Verið öll velkomin – Sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra.
Dagskrá:
- Kl 17-19 Bóknámskynning í Salnum
- kl 17-19 Kynning á NFFA – fulltrúar nemendafélagsins verða á staðnum
- kl 17-19 Stjórnendur og náms- og starfsráðgjafi til viðtals
- kl 17-18 Starfsbraut – kynning á námsframboði í Salnum og kynnisferð um húsið
- kl 17:15 Kynnisferð um verknámsdeildir skólans
- kl 18:00 Atriði frá Melló og söngatriði
- kl 18:15 Kynnisferð um verknámsdeildir skólans
- kl 18.30 Kynnisferð í heimavist FVA
Á Opnu húsi bjóðum við upp á spurningakeppni og hvetjum gesti okkar til að taka þátt. Spurningarnar tengjast hinum fjölbreyttu námsgreinum FVA og spurningahöfundar eru kennarar skólans. Eftir kynningar á Opnu húsi ættir þú leikandi að geta svarað öllum spurningunum. Verðlaun eru í boði og verður tilkynnt um vinningshafa á fva.is þriðjudaginn 26. apríl.
Til að taka þátt: joinmyquiz.com og sláðu inn leikjakóðann: 4960 4853