Með hliðsjón af undanþágu sem veitt hefur verið til háskólastigsins hafa heilbrigðisyfirvöld veitt leyfi til þess að 100 nemendur geti verið saman í rými á prófatímabilinu sem framundan er.
Sóttvarnalæknir mælir með því að hugað sé vel að loftgæðum, loftað út og að gluggar og dyr hafðar opnar eins og hægt er.
Áréttað er að tryggja skuli 1-2 metra fjarlægð og skulu nemendur vera með grímu. Að öðrum kosti skal notast við undanþágu í reglugerðinni og nota hraðpróf, sbr. 4.mgr. 3. gr. reglugerðarinnar.