fbpx

Meðlimir nemendafélagsins NFFA fögnuðu próflokum í Garðalundi í gær með því að snæða saman flatböku og spila ýmsa útileiki svo sem eins og fótbolta, kubb og folf.

Sérfræðingur að sunnan kom á staðinn og setti upp Lazertag braut þar sem hart var barist fram eftir kvöldi. Mætingin var frábær, allt að 80 manns tóku þátt og fór allt vel fram.

Gleðskapnum lauk fyrir miðnætti og var mál manna að þetta yrði vonandi fastur liður á hverri önn.