fbpx

Á deildarstjórafundi í FVA sl. föstudag var kynnt tillaga að próftöflu sem felur í sér breytingu á skóladagatali vorið 2021.
Æskilegt taldist að fá prófdag fyrir áfanga með tvíhópa og helst að geta haft sjúkrapróf áður en prófsýning er. Því var lögð fyrir ný tillaga að fyrirkomulagi verkefna- og námsmatsdaga sem felur í sér breytingu á skóladagatalinu:

  • Að verkefna- og námsmatsdagar hefjist föstudaginn 7. maí og  sjúkraprófsdagur færist framar.
  • Að kennarafundur 7. maí færist fram á miðvikudag þann 5. maí, í fundargat kl 9:40.

Hvorki deildarstjórar né trúnaðarmenn skólans gerðu athugasemd við breytinguna. Skólaráð samþykkti breytinguna einróma og skólanefnd hefur verið upplýst.

Uppfært skóladagatal er birt á vef skólans í dag – en með fyrirvara um samþykki kennarafundar 9. apríl nk. Drög að próftöflu eru hér.