Guðmundur Ingi, ráðherra mennta- og barnamála, heimsótti FVA föstudaginn 14. nóvember ásamt fríðu föruneyti. Starfsfólk skólans og nemendur komu saman á fund til að hlýða á ráðherra og hans fólk ræða áform um breytingar á framhaldsskólastiginu og þau áhrif sem þær breytingar gætu haft á starfsemi skólans. Hugmynd hans gengur út á að stofna svæðisskrifstofu/r sem gegna eigi þjónustu- og eftirlitshlutverki skólanna. Ágætis umræður sköpuðust í lok fundarins og verður áhugavert að fylgjast með hvernig þetta fer.