fbpx

Í gær fengu 27 nýnemar á rafvirkjabraut afhentar spjaldtölvur, en það er Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) og Samtök rafverktaka (SART) sem hafa frá haustinu 2016 fært nemendum í rafiðnaði spjaldtölvur að gjöf.

Þessar tölvur munu nýtast vel í námi og starfi en samtök rafiðnaðarmanna hafa um langt skeið unnið að gerð rafræns námsefnis á www.rafbok.is sem nemendur geta notað gjaldfrjálst í gegnum allt námið.

Nú leggja 80 nemendur stund á nám í rafiðngreinum við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Með þessari höfðinglegu gjöf er aðgengi rafiðnnema að þessu námsefni tryggt.

Á myndinni má sjá nemendur ásamt Dröfn Viðarsdóttur, aðstoðarskólameistara, Margréti Halldóru Arnarsdóttir formanni FÍR, Kristjáni Daníel Sigurbergssyni framkvæmdarstjóra SART, Báru Laxdal Halldórsdóttur, verkefnastjóra Rafbókar hjá RAFMENNT og Þór Pálssyni, framkvæmdastjóra RAFMENNT.