fbpx

Í morgun fengu nemendur í íslenskuáfanganum ÍSLE2HB05 góðan gest þegar rithöfundurinn Eva Björg Ægisdóttir leit við og spjallaði við hópinn á sal. Eva Björg er einmitt fyrrum nemandi FVA.

Eva Björg sagði frá sér og því hvernig það vildi til að hún varð rithöfundur. Um þessar mundir er hún að ljúka við fjórðu bók sína. Áður hefur hún gefið út bækurnar Marrið í stiganum, Stelpur sem ljúga og Næturskuggar. Nemendur spurðu Evu spjörunum úr, bæði um ritstörfin, útgáfuferlið og ekki síst um nýjustu bók hennar, Næturskugga, en í vetur hafa nemendur einmitt verið að lesa þá bók.

Takk fyrir komuna Eva Björg, alltaf gaman að fá gamla nemendur í heimsókn!